Einu sinni var stelpa sem hét Ragna sem átti kött sem elskaði harðfisk.
Ragna var að fara í skólaferðalag og kvöldið áður pakkaði hún öllu niður í íþróttatösku og þar á meðal var pakki af harðfisk sem henni þótti svo góður.
Hún setti óopnaðan pakkann ofan í plastpoka með öðru góðgæti og svo ofan í íþróttatöskuna á milli fata sem hún hafði með.
Svo lokaði hún töskunni vel og vandlega.
Ragna vaknaði morguninn eftir og hlakkaði mikið til. Hún klæddi sig
og fór fram á gang og þegar hún kom að töskunni brá henni mikið.
Jú mikið rétt, kisan hennar var búinn að éta harðfiskinn sem var í lokuðum pakkanum ofan í plastpoka og á milli flíka og ofan í lokaðri tösku og harðfiskurinn var útum allt :(
Ekki veit ég hvernig hann fór að þessu???
Þetta er sönn saga af ketti vinkonu minnar fyrir um 15-20 árum síðan……
kv.lakkris