Hvað er það sem dregur ketti að fataskápum?

Ég meina, kötturinn minn sækir þessa dagana í að fara inní
fataskáp og kúrir í peysunum mínum. (var að uppgötva fataskápinn)
Við erum með svona hengi fyrir skápunum þannig að ég get ekki
lokað alveg fyrir þetta, nema þá að leyfa honum ekki að
fara inní herbergi!
En hann fær að vera þar þegar við erum heima.
Ég var alveg viss um að það væri af því að honum fyndist gott
að vera í svona “húsi”. Að hillan fyrir ofan hann gæfi honum
skjól þannig að ég reddaði því hið snarasta.
Ég setti körfu yfir körfuna hans og bjó þar af leiðandi til
hús fyrir hann með mjúku teppi og alles.
Jú jú hann fór þangað inn og fannst æði að eiga svona hús
en svo var hann aftur kominn inní skáp :(
Málið er að ég held að hann vilji vera “hátt” uppi.
Ekki á gólfinu eins og karfan er….
getur það ekki bara verið, jú ég held það.

Sækja kisurnar ykkar í skápa? Og hvað er hægt að gera svo að
þeir hætti því??

kv.lakkris