Ég tala við þann sem átti íbúðina og bjó fyrir ofan mig en hann var nú allskostar ekki hrifinn af því að ég myndi fá mér kisu þangað niður, sem er mjög fáránlegt af því að hann átti einhvern forljótann afrískann hund og litla kolsvarta læðu. Ég var auðvitað hundfúll og sagði fólkinu að ég gæti ekki fengið mér kettling og labbaði heim með tárin í augunum.
Eftir ca mánuð þá kemur maðurinn niður í vinnu til mín með pappakassa fullan af kettlingum og segir mér að ég verði að taka allavega einn þar sem það átti að fara henda þeim í sjóinn. Ég trúði því ekki og stóð þarna með kjálkann í gólfinu og kökk í hálsinum en hann sagði að það væri ekkert við því að gera, þau gátu ekki losnað við þá. Ég kíki ofan í kassan og um leið þá stekkur uppá mig pínulítið svart kríli með hvítann háls og í hvítum sokkum. Sest á öxlina á mér og neitar að hreyfa sig, maðurinn sem ég bjó hjá er að vinna á sama stað og sá þetta og sagðu nú að þetta væri einum of sætt til að segja nei við..:)
Ég fer með hann heim og við verðum fínustu vinir, ég hélt að hann væri læða og gaf honum nafnið Bíbí en tók svo eftir því stuttu seinna að hann var með þennan líka fína pung þarna aftan á sér en ég ákvað samt að hann skyldi heita Bíbí. Ég fór að taka eftir því að þessi köttur var nú ekki alveg eins og aðrir kettir sem ég hafði séð. Hann var óneitanlega rosalega vitlaus, hann gat verið óendanlega pirrandi, með alltof stór eyru miðað við restina osfvr. Til dæmis þá gat hann ekki labbað upp að manni og kúrað eins og aðrir heldur þurfti hann alltaf að skalla mann í andlitið, svona eins og hann hitti ekki eða gerði sér grein fyrir fjarlægðinni. Hann var alltaf að festa sig á ótrúlegustu stöðum, lappirnar í gardínunum og ýmislegt í þeim dúr.
Svo nokkrum mánuðum seinna þá flyt ég til reykjavíkur og fer að búa með þáverandi kærustu sem átti líka sæta læðu. Þeir voru sko ekki vinir skal ég segja ykkur. Loppa þoldi ekki Bíbí, bara gersamlega ekki, hvæsti á hann og fílaði hann engann veginn. Svo var nú líka með hina kettina í hverfinu, td var ég með hann uppá dýraspítala 2 hverja vikur af því að það var alltaf verið að lemja hann, bíta og klóra hann og vesen. Dag einn þegar ég sæki hann til dýralæknis eftir að hafa verið að gelda hann og gefa sprautur og svona, þá spyr dýralæknirinn mig hvort ég vissi að hann væri þroskaheftur. Ég gersamlega missti andlitið, en samt meikaði það fullkomlega sens. Hún sagði mér að það væri nú alveg til að kettir væru þroskaheftir, þeir væru nú einu sinni lífverur og allt gæti nú farið úrskeiðis hjá þeim eins og hjá okkur mönnunum.
Þetta var alveg stórmerkilegt, þroskaheftur köttur, nautheimskur og var allur bara asnalegur en alveg stórskemtilegur karakter. Svaf asnalega, mjálmaði ansalega, kúraði asnalega og var bara allur asnalegur. En svo þurfti ég að láta hann fara af því að fólkið sem bjó fyrir ofan okkur heimtaði að við létum kettina fara, gáfu fáránlega afsökun og hótaði að tala við Búseta ef við myndum ekki gera það (og þetta var 4 býli með sér inngangi) helv aumingjarnir.
En núna í dag býr hann hjá listakonu sem merkilegt nokk kallar sig Bíbí..:) og hefur það bara nokkuð gott skilst mér en ég sakna hans samt rosalega.
Vona að þið hafið notið þessarar litlu sögu minnar um þroskahefta köttinn Bíbí.
ibbets úber alles!!!