Fyrirgefðu, þetta var kannski illa orðað, eins og ég sagði er þetta ekki persónulegt og ég var nú ekki að meina að þú værir í fjöldaframleiðslu. Mér finnst bara augljóst að rót vandans er sala á dýrum. Ég er ósammála þér varðandi það að fólk fari betur með keypt hreinræktuð dýr. Það þykir kannski fínt og flott, statusmerki eins og jepparnir, en ég hef séð illa farið með góða hreinræktaða hunda og býst við að sama gildi um hreinræktaða ketti.
Það er nú einusinni þannig að mannskepnan hefur brenglað verðmætamat, allavegana mjög margir finnst mér. Þessvegna finnst mér stundum að fólk setji keypt dýr á hærri stall en þau sem fást ókeypis afþví að það er búið að borga fyrir þau. Hreinræktuð dýr eru ekkert rétthærri en önnur en með því að upphefja þau og verðmerkja gæti verið að senda brengluð skilaboð til dýraeigenda.
Þetta finnst mér mjög alvarlegt mál sem ég held að margir átti sig ekki á. Mér finnst rétt hjá mér að segja: “Ef væri bannað að selja dýr myndi dýraframleiðsla hætta”.
Hvað varðar karakter, ég er búin að eiga kött síðan ég fæddist, enginn af þeim var beint hreinræktaður en allir alveg frábærir karakterar, Hnoðri varð 8 ára, fæddist á sama tíma og ég og svaf alltaf uppí hjá mér. Tinna varð 18 ára, besta vinkona mín og tryggur vinur og nú á ég Snót, Meyju og Hnoðra jr. sem öll eru æðisleg og miklir karakterar. En ég var að hugsa, segir maður ekki alltaf svona um börnin sín og bestu vini, ekki segir maður að þau séu leiðinleg?????
Enn og aftur bið ég þig afsökunar, ég meinti þetta ekki persónulega til þín, vonandi gengur vel með kisurnar þínar, bara ekki láta hana gjóta alltof oft :-)