Kisan mín...Mjallhvít! Hæhæ, ég vildi segja frá því hvað kisan sem ég átti var besta kisa í heimi!!! Við fengum hana þegar að hún var 6 ára gömul, þó ótrúlegt sé þá var hún svört með hvítum sokkum (hún hét Mjallhvít áður en að við fengum hana). Hún var algjör krúsídúlla og svo mjúk að einu sinni var ég að klappa svarta, mjúka loðteppinu mínu að ég hélt að þetta væri kisa! Kisi lúllaði oft uppí hjá mér á næturna.. Oftast bara við hliðina á koddanum mínum :) Hún klóraði mig aldrei né beit mig… Þó við vorum að leika gerði hún hvorugt! Þið sem að eigið eða hafið átt svona kisu vitið hvað þetta er æðislegt. Síðan gerðist sá ömurlegi atburður að við fluttum, og ofnæmi komu í ljós. Að þeim sökum var valið að hafa kisu ALLTAF inni hjá mér og mætti aldrei koma fram nema til að fara á klósettið eða að fá sér í svanginn… Ég, sem dýravinur vildi ekki kvelja greyið kisu og því létum við hana! :( Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna hennar, og ég er viss um að þið sem að hafið lent í svipuðum aðstæðum að þetta er leiðinlegt og ekki réttlátt!!!!!


kv.
Kisulora89