Slæmt fótbrot kr 45.000.-
Ég verð nú bara að deila því hér með ykkur kæru kattavinir að ég varð fyrir smá áfalli í dag þar sem ég var stödd með köttinn minn hjá dýralækni að láta kíkja á löppina á honum, hann var ekki búin að stíga í löppina í heilan sólarhring og það er nú ekki hlaupið til dýralæknis héðan þar sem ég bý (um 2 og hálfur tími í keyrslu)en það var svo tekin af honum mynd og það kom í ljós að lærleggurinn á honum er brotinn rétt fremsti parturinn við hnéð(í svokallaðri vaxtarlínu), og það er ekki hægt að gipsa þetta svo það verði gott, en það var annaðhvort í stöðunni að láta svæfa eða fara með hann til Reykjavíkur þar sem hægt er að negla saman á honum legginn. Ég gat ekki og get ekki hugsað mér að láta svæfa hann en á engan 45.000.- kall fyrir þessari aðgerð + ferðin í bæinn og myndatakan úfff en það verður að hafa það ég verð víst bara að bíta í það súra með að hafa ekki tryggt dýrin mín …..var einmitt að gera grína að þessari vitleysu “að tryggja dýrin” en ´sá hlær best..æ æ ég hefði átt að skoða þetta því að sjálfsögðu eru aðgerðir á dýrum ekki niðurgreiddar eins og hjá okkur mannfólkinu en nóg um það í bili nú þarf ég að leggja af stað í leiðangur bið að heilsa kv. hamstu