þegar að ég fékk fyrsta persann minn hana Jasmin þá áttum við fyrir húskött sem heitir Villimey.
Villimey var alltaf ráðandi í öllu og var í nokkra mánuði að sætta sig við Jasmin, en svo kom að því að hún sætti sig við þetta (eða það héldum við)
hún hætti að hvsa og svoleiðis.
Við fengum okkur annan persa, það var Drapi og sami leikurinn byrjaði með hann
jasmin var sátt en ekki villimey og fór það út í að jasmin hunsaði bróður sinn þegar að villimey sá til en var annars rosa góð.
Svo kom 3. persinn það var Kastanía og sama var upp á teningnum í það skiptið.
Svo í byrjun febrúar 2003 þá veikist drapi að kvöldlagi svo að við komustum ekki til dýralæknis en erum bara með hann í fanginu á okkur og hjúkruðum honum og jasmin skynjaði greinilega að eitthvað var að því að hún vildi líka vera hjá honum en það var erfitt þar sem hún var alltaf að reyna að þóknast Villimey.
Daginn eftir fórum við í Garðabæinn og þá var ekkert hægt að gera þar sem Drapi var fallinn í coma vegna sykursýki og fékk hann því bara að sofna svefninum langa.
Jasmin virtist taka þetta mikið nærri sér og hætti alveg að leika sér og svaf bara orðið mest allann sólarhringinn,og vildi ekki koma til okkar og kúra eða nokkurn skapaðann hlut.
svo var hún farin að fá mikil ofnæmiseinkenni og bólgnaði mikið í munninum og þurfti sífellt að vera á sterum og dýralæknirinn sagði að
mjög miklar líkur væru á að þetta væri streitu ofnæmi.
í vor dettur svo Kastanía niður af svölunum eða út um gluggann af 3. hæð
og var það líka að kvöldi til svo við urðum að bíða þar til morguninn eftir með að fara með hana.
Í þetta skiptið lét Jasmin ekki stjórna sér þegar að hún vildi vera með systur sinni og hún passaði mjög vel upp á að Villimey kæmist hvergi nálægt henni.
(það kom svo í ljós að kastanía var bringubeinsbrotin)
Við ákváðum að reyna að koma Villimey fyrir hjá foreldrum mínum í smá
tíma og sjá hvernig heimilis lífið yrði.
Og viti menn við vorum greinilega blind eða eitthvað því að ekki leið að löngu þar til Jasmin var farin að leika sér, svo fengum við okkur einn persann enn og Jasmin virtist ætla að taka að sér hlutverk Villimeyjar og vera sú sem öllu ræður en það stóð bara yfir í einhverja 5 daga svo var það búið.
(greinilega ekki langrækin á neitt)
Í dag er Jasmin mesta kúridýrið á heimilinu og tekur jafnan þátt í öllum leik með bonny og kastaníu.
Hún hefur heldur ekki þurft á neinum sterum að halda síðan
Villimey fór, en hún er enn viðkvæm fyrir öllu sem framkallar streitu hjá henni, flest allar breytingar fara mjög illa í hana eis og t.d bara það bólið hennar sé fært os.fr
Villimey er enn hjá foreldrum mínum og verður þar áfram,þar er hún bara í góðu yfirlæti og líður rosalega vel.
langaði bara svona að deila þessu með ykkur, það er alveg ótrúlegt hvað eitt dýr getur stjórnað svona öllu og það með augnaráðinu einu saman en það var kannski akkúrat þess vegna sem við vorum svona lengi að sjá þetta