sko…
við áttum tvær kisur, Blíðu og Pésa. Þau voru mæðgin. Ég á Blíðu en Bróðir minn átti Pésa. Bróðir minn er með svolítið sem heitir asperger heilkenni en ég get ekkert útskýrt það.
Málið er það að það var keyrt á Pésa fyrir nokkru. Það ríkti mikil sorg á heimilinu, sérstaklega hjá þessum bróðuur mínum enda var kötturinn honum mjög kær, reyndar var hann besti vinur hans. Hann tók dauða kattarins mjög nærri sér og gat ekki sofið einn, hann var mjög einmanna.
Það endaði með því að hann fékk sér nýjann kött, lítinn sætann gulbröndóttann kött sem ber nafnið Einar.
Blíða er ekki að sætta sig við þennan nýja fjöldskyldumeðilm. Hún var úti allann sólarhringinn að leita að pésa rétt eftir að hann dó.
við eigum líka pekingese hunda, og síðan Pési fór, eru þeir grimmir við Blíðu og reka hana alltaf út.
Hún hatar Einar og vill ekki vera nálægt honum.
Hún getur ekki verið inni hjá mér því að kærastinn minn er með hrikalega mikið kattarofnæmi.
Blíða er semsagt hálf munaðarlaus núna.
En mínar spurningar eru:
mun hún sætta sig við Einar, eða forðast hann alltaf? ef svo verður að hún geri það ekki, hvar á hún að vera? ég meina…. hún vill ekki vera í íbúðinni, hún vill ekki vera þar sem Einar er, hún getur ekki verið inni hjá mér….hún var mikið úti, en nú er hún alltaf úti….
ég hef hræðilegar áhyggjur af henni