Ég á læðu sem gaut 25 maí s.l. Hún gaut 5 kettlingum, en sá næstsíðast dó og sá síðasti fæddist andvana. Ég hef enga reynslu að læðu með kettlinga fyrr en núna og verð að segja að ég er nánast orðlaus yfir því hversu frábær mamma hún er. Eftir gotið, sem átti sér stað uppi í gestarúmi hjá okkur, flutti hún kettlingana á öruggari stað (inn í fataskáp), þar sem ekki var hætta á að þeir skriðu of langt í burtu og kannske fram af rúmstokknum. Síðar flutti hún kettlingana þrisvar sinnum á nýja staði, að því mér virtist til að kenna þeim á húsið okkar. Hún hefur reyndar leitt þá úr einu herberginu í annað, nánast á skipulagðan hátt, til að þeir lærðu allt um húsið. Hún sleppti þó eldhúsinu, en við höfum nokkrum sinnum sett hana út úr því, og kemur þannig á framfæri að þangað eigi þeir ekki að fara. Sem þeir gera ekki. Auðvitað kenndi hún þeim á klósettið (kassann) og svo hefur hún reglulega komið inn með lifandi mýs og fugla til að þeir lærðu nú allt um þau mál líka.
Ég á tvo kettlinga eftir. Annar er högni, held ég, frumburðurinn og við köllum hann Primo. Hann er grár á húð og hár og er að verða meiriháttar kelinn.
Hitt er læða, var sú þriðja í gotinu og ég var að koma heim af Matrix svo við köllum hana Trinity, kolsvört og rosa sæt.
Báðir eru kettlingarnir öruggir með sig og hafa reyndar alist upp með 8 mánaða gamalli border collie tík líka. Hún reynir að smala þeim á einn stað og þeir taka það fyrir eltinga- eða feluleik og líkar vel. Svo kela þau þess á milli.
kgg@hi.is, eða í farsíma 821 5886
Hægt er að sjá myndir af kettlingunum hér http://spjall.hvuttar.net/viewtopic.php?t=2617