Þetta byrjaði allt saman þegar ég fékk mína fyrstu kisu, sem ég fékk haustið 2000! Þann gullmola fengum við frá systur mömmu. Yndislegri kött hafði ég aldrei eignast… Hún var rosalega falleg, nett og fíngerð. Kelirófa, grallari og bara allt sem góðir kettir eru! Því miður lenti hún fyrir bíl sumarið 2002, aðeins 2 ára gömul! Ég sakna hennar og á alltaf eftir að gera það!
Núna er svo komið að því að fjölskyldan stækkar á ný! Nú urðu kettlingar frá systur pabba fyrir valinu! Fyrst átti fjölskyldan bara að stækka um einn en svo varð úr að við myndum fá okkur 2 yndislega hnoðra! Við systkinin völdum einn kolsvartan og annan svartan með hvítt strik á nefinu og aðeins hvítan neðripart. Báðir voru þeir högnar. Núna fer svo að líða að því að þeir komi hingað heim, þeir eru rétt um 6 vikna núna og koma sennilega á bilinu 7-8 vikna. Þeir hafa fengið nöfnin Huginn og Hrafn, eftir miklar vangaveltur!
Nú er bara komið að því að bíða og bíða! Allt orðið tilbúið, búið að kaupa mat, sand, ólar, nokkrar leikfangamýs, fleiri matardalla og taka upp það gamla sem við áttum! Ég er á leiðinni til Rvk á næstunni og ætla þá að kaupa eitthvað sniðugt handa þeim :) Ég vona að þessir hnoðrar eigi eftir að gefa mér jafn mikla ánægju og hún Emelía mín, þetta eiga örugglega eftir að vera jafn miklir gullmolar og hún. 3 gullmolar, ekki amarlegt það …
Ps. Ég skal senda mynd inn um leið og ég get :)
Endilega kíkið hingað : www.hughra.bravehost.com