Persónulega er ég á móti því að fólk sé að láta kettina sína ganga lausa, mér finst að sama regla ætti að gilda um bæði hunda og ketti. Mér finst þetta eiga sérstaklega við um kettlinga ekkert finst mér meira óþolandi en að sjá litla ómerkta kettlinga labbandi um eins og ekkert væri meira fráært heldur en þetta frábæra frelsi þeirra.
Mér finst ekki að það eigi að loka kettina inni af því að þeir eru plága eða af því að þeir pissa í sandkassa, heldur vegna þess að ég er hræddur um þá. Þeir eru bara lítil heimsk dýr, og þeir kunna ekki umferðarreglunar.
En hér með byrjar mín saga:
Ég og frændi minn vorum í kvöld labbitúr í Seljarhverfinu (áðan) og vorum spjalla um hitt og þetta, þegar við sjáum lítinn gránn kettling skoppa framhjá okkur. Okkur brá reyndar örlítið við þetta vegna þess á sama augnabliki vorum við einmitt að tala um drauga og hvort miðlar væru alvöru eða bara eitthvað plat…
Við stoppuðum aðeins og horfðum á köttinn og förum aðeins að tala um ketti og gæludýrahald. Ég segi við frænda minn að mér finst það sérstaklega slæmt þegar fólk er að henda kettlinginum sínum út um miðja nótt, einnig var hann ómerktur. Hann tók svo eftir okkur labbaði til okkar og fór að nudda sér upp við lappinar á mér. Hann var svoldið sætur og við klöppuðum honum aðeins og löbbuðum síðan í burtu. Stuttu seinna tökum við eftir því að kötturinn er farinn að elta okkur, hann skíst á milli bíla og runna en er alltaf nokkra metra á eftir okkur, og öðru hverju skaust hann framfyrir lappinar mínar.
Þá segi ég við frænda minn \“Helvítis, ég vona að heimski kötturinn fari nú ekki að elta okkur.\” sem hann gerir svo allt kvöldið.
Við reynum allt sem við getum til þess að losna við hann án þess að vera of ruddalegir, við stömpuðum í jörðina, öskruðum á hann og spörkuðum til hans. Við vorum um þetta leiti vorum við orðnir hálfhræddir um að hann myndi ekki rata heim, þar sem ég á heima í Breiðholtinu. Þegar við erum að fara aftur yfir í breiðholtið (búnir að labba ca. 5Km)og erum að fara í undirgöngin þá sé ég að þetta gengur ekki lengur. Ég labba að köttinum og sparka lauslega í rassinn á honum, og segi honum að snautast heim en hann kemur aftur og aftur og ég sparka fastar og fastar þangað til að hann fattar að hann fær ekki að fara í gegnum bölvuð undirgöngin og mér líður ömurlega yfir þessu því mig langar auðvitað ekki að þurfa að hrekja köttin svona í burtu.
Loksins þá fattar kötturinn að hann fær ekki að elta okkur lengur. Þegar við vorum svo komnir í nokkra metra farlægð fer hann að mjálma, og það munaði minstu að við vorum búnir að snúa við… kanski hefðum við getað bara labbað með hann aftur þar sem við sáum hann, en NEI!!! hann er ekki með neina ól!!! Hvernig vitum við hvort hann átti heima þar yfir höfuð… hver veit.
Málið er það að mér leið svo ílla yfir þessu að ég varð að skrifa grein um að það. Ég ætla að vona að einhver læri af þessu og viti það að hálvitar eins og ég og frændi minn gætum séð kettlinginn ykkar og klappað honum og svo eltir hann okkur kanski í gegnum hálfa Reykjavík. Hvað áttum við að gera???
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*