Margir sem láta gelda fressana sína, sérstaklega á miðjum aldri, verða varir við að aukakílóin fara að gera vart við sig.
Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að geldur fress feitni aðeins. ógeldir fressar eiga hins vegar tendens til að vera í grennra lagi.
Ég á fress sem dafnar best á kettlingamat sem er blandað við adult mat. Ég breyti reglulega um fóður en notast við hverja teg. alla vegana 1-2 mán í senn.
Það geri ég til að fá árangurinn af fæðinu sýnilegan t.d. í feldi og holdafari.
Fressinn er 3 ára og ógeldur - Eins er ég með árs gamla læðu sem lætur vel að þessari blöndu.
Dósamatinn nota ég lítið sem ekkert því mér finnast kettirnir mínir verða óþolandi gráðugir og sí vælandi inni í eldhúsi þegar dósamtur er í boði.
Nú en ég hef ágæta þekkingu á geldum kötttum líka. Eins og við mannfólkið eru kettirnir okkar mis feitir og mis grannir. Best er að koma á föstum matmálstímum. Kisi fær mat 2 x á dag en þess á milli getur hann nartað í smá þurrkorn og auðvitað þarf alltaf að vera ferskt vatn.
Best er að gefa geldum fress urinary þurrfóður(kemur í veg f. þvagsteina)og blanda því til móts við light/senior þurrfóur.
Mín reynsla er sú að gefa ekki alveg jafn mikið eins og ráðlagt er á pokanum skv. þyngd kattar en það finnur eigandi best út sjálfur.
Sumir kettir eru matvandir og með miklar sérþarfir og þá verður stundum að dansa í kringum þá dynti. Ekki er hægt að svelta kisa ;)
En samt skal halda sig við fasta matmálstíma eins og unnt er - Munið að kettir elska rútínu!!!!
Í dýraverslunum og hjá dýralæknum má nálgast mjög góðar fóðurteg. sem allir ættu að nota í bland við “ódýrari teg.” (þessar ódýrari fást oftast ekki í eins hagstæðum pakkningum svo því platar verðið oft) - Einnig má fá góð ráð um heppilegasta fóður fyrir hvern kött - Hvað hentar best í þínu tilfelli
Kettlingar og kettlingafullar læður eiga að fóðrast á kettlingamat og mjög gott er að bæta við soðnum kjúkling eða soðnum fisk og bleyta vel upp með soðinu. Volgt soð er mjög gott fyrir mjólkandi læður.
Gott er að notast við kttlingmjólk og væta kettlingamat fyrir mömmu og kettlinga fyrstu vikuna sem þeir eru að prófa fast fæði. Kettlingamjólk má einnig gefa læðu með nýbura á spena því þá þarf hún gjarnan orkubombu.
Einnig hefur verið mælst til að nota rjóma og eggjarauðu sem orkubombu.
Skógarkettir.tk