Þetta er nú meira.

fyrst fór Trýtla littla.
Og svo viku seinna þurfti að lóga systur hennar Týstu.
Ég kallaði hana það vegana þess að hún barmaði sé alltaf svo mikið ef að ég tók hanan upp.
Hin systkyni hennar voru orðin vön mér og voru ekkert að kippa sér upp við þetta.
Svo þegar að littlu dýrin fóru að opna augun, tók ég eftir því að Týsta littla var með sýkingu í öðru auganu.
Augað bara alveg límt saman með greftri.
Svo Ég tók littla stýrið og þreyf augað á henni.
Sem að er svo sem ekki frá sögu færandi, þurfti að endurtaka þetta reglulega.
En svo tók ég eftir því að önnur framlöppin á henni var eitthvað skrýtin.
Hún bara hana illa og þegar að hún var að skríða áfram var eins og hún væri ekki með nein bein í fætinum eða eitthvað.
ÚFFFFFFFFFFF
Núna var littla hjartanu mínu nóg boðið.
Hringdi í pabba minn og bað hann um að koma og kíkja á hana.
Og dauðadómurinn féll, pabbi sá um að lóga honum fyrir mig.
Mikið er ég fegin að eiga svona pabba.
Það hefði gjörsamlega farið með mig að þurfa að keyra með krýlið vælandi alla leið upp á dýraspítala.
Þá eru sem sagt 4 eftir.
Þeim virðist liða vel.
Þeir eru orðinir vanir kuðlinu í mér.
Og eru strax orðinir frekar gæfir.

mikið vona ég að þið heyrið ekki frá mér fyrr en ég er að reyna að finna þeim heimili.

Kveðja
Namo