Heimilið mitt innheldur allt í einu 10 sálir.
Fyrir rúmu ári fékk ég pínulítinn algráann kettling.
Dóttir mín sem að þá var 2 ára ákvað að kötturinn skildi heita “MÚS”,,,, svo við köllum hana Mýslu.
Þetta er vænasta grei,, stígur ekki í vitið en yndisleg er hún.
Fyrir um einum og hálfum mánuði síðan þá áttaði ég mig á því að hún hafði greinalega sloppið eitthvað út á síðasta lóðaríi,
Því að hún var kettlingafull.
Ég var nú ekki fljót til að fatta !
Því að kötturinn minn var óléttari en ég var þegar að ég gekk með.
Hún var með “ morgun” ógleði, ældi reglulega.
Hún var með “Cravings” á háu stigi.
Ég mátti ekki skilja matarbita eftir í 3 mín, þá var hún búin að borða hann, meira að segja TEBOLLUR hurfu ofan í hana.
Ég var ekki að setja þetta neitt í samhengi,, enda hafði hún ekki sloppið út, að mér vitandi á lóðaríi.
Síðustu 3 vikur meðgöngunar, kjagaði hún meira að segja!!

Ég sá fyrir mér martröðina við að reyna að koma kettlingum út, og útklóraðan sófa.
En það er svo sem hægt að breiða yfir sófann, og ég trúi ekki öðru en að ég komi kettlingunum út.
þegar að hreiðurtilfinningin kom upp vildi hún Mýsla mín alstaðar annar staðar vera en í bælinu sem ég útbjó handa henni.
Þegar að þetta svo byrjaði kom hún til hún til mín og kúrði hjá mér í sófanum í nokkrar klst.
svo færði ég hana inn í bælið.
Á innan við einni og hálfri klst, komu 6 stk kettlingar.
Það var skemmtileg upplifun að sjá líf fæðast í fyrsta skiptið.
Í heimin komu 4 alsvartir, ein algrár, og einn grá og hvítflekkóttur.
Allar mínar áhyggjur af vandamálum við að finna þeim heimili gufuðu upp.
Ég komst að því að það sem að katta unnendur höfðu haldi fram um að maturinn hennar mbara YRÐI að vera í sama herbergi og hún, var ekki rétt.
Því að hún röltir sér fram á kassan og til að fá sér að borða, nokkrum sinnum á dag.
Er meira að segja komin með útþrá.
Því að núna situr hún í glugganum og mænir út.

Núna eru þeir bara 5 daga gamlir.
Fólki finnst ég vera frekja og með kredduskap.
Ég leifi nefnilega engum öðrum en mér að halda á kettlingunum.
Og ég leifi bara eina “kettlingaskoðun” á dag.
Það virðist vera að fullorðan fólkið eigi erfiðara með það að sætta sig við þetta.
Ég læt fólk vita að ég ein megi halda á kettlingunm, svo förum við inn.
Börnin horfa og klappa af mikilli nærgætni og eru hljóð og róleg, en næstum undantekningarlaust, þarf ég að stoppa foreldrið í því að taka upp kettling.
Ég reyni að útskýra að ef að hún upplifir of mikið áreyti, þá kemur hún til með að reyna að fela kettlingana og jafnvel fara með þá út.

Ég hlakka mikið til næstu 7 vikan.

Kveðja
Namo


PS.
Til þeirra sem að hafa eitthvað út á mína stafsettningu að setja.
Endilega sendið mér póst.
En gerið það að láta það vera að vera að setja niðrandi orð í spjallþráðinn.