Ég hef séð hér á þvælingi í vesturbænum lítinn kettling ca. 4-6 mán. Hann líkist dálítð norskum skógarketti og gæti átt rætur þangað að rekja. Hann er rauðbröndóttur og hvítur, dálítið styggur en mér tókst um daginn að plata hann inn og kíkja á hann. Mér fannst skrítið að sjá kettling ekki meira stálpaðan en þetta á þvælingi hingað og þangað á öllum tímum dags. Hann var einungis merktur með rauðri ól en hvergi komu fram upplýsingar um eiganda eða heimilisfang.
Það var svo í morgun þegar ég var að fletta Morgunblaðinu að ég rak augun í auglýsingu í Velvakanda þ.s. fundist hafði köttur “norskur skógarköttur” í grennd við það svæði sem ég hafði séð hann á. Ég hringdi því og fékk betri lýsingu og er viss um að hér sé um að ræða sama kisa. Ætla á morgun að fara og skoða hann þ.s. ég tengist áhugaklúbb um norska skógarketti sem kallast Skógarkattarklúbbur Íslands.
Ég þekki ekki til þess að hér vestur í bæ búi Norskur Skógarköttur sem þessi lýsing ætti við. Mér hins vegar datt í hug að þetta gæti verið kettlingur undan fress sem býr hér í Vesturbænum og strýkur stundum að heimann.
Kannist einhver við að eiga þennan kettling þá er hann núna til húsa í Hraunbænum og er símanr. að finna í Velvakanda 26.7 s.l.
Mig langar í leiðinni einnig að benda ykkur sem eruð að hleypa mjög ungum kettlingum út að merkja þá MJÖG VEL !!! - Kettlingar ættu ekki að vera einir á báti fyrr en um 5-6 mán. því þeir eru óttarlegir óvitar og kjánar. En ef þið teljið óhætt að hleypa kettling út - MERKIÐ HANN VEL!!!!
Skógarkettir.tk