Sæl öllsömul…
Ég og kærastan mín eigum kött sem heitir Púki og er rúmlega eins árs. Hann hefur búið hjá okkur síðan í ágúst í fyrra og hefur komið sér vel fyrir sem hinn “eini sanni” heimilisköttur :)
svo í dag.. þá sóttum við einn lítinn tveggja mánaða kettling í Kattholt (þó okkur hefði mest langað að taka 10-15 stykki… :(
Gamli Púki var ekki sáttur við litla manninn þegar heim var komið og hvæsti og urraði á hann. Stuttu eftir að þeir hittust í þessar tvær sekúndur þá hljóp púki á öryggisstaðinn sinn sem er undir rúminu okkar og liggur hann þar í fýlu (og hefur gert það í 2 tíma sirka)
það sem angrar okkur mest er að hann hvæsir á okkur bæði þó svo að við setjum kettlinginn inn í annað herbergi!!
er hann bara í fýlu og nær sér á næstu dögum/klukkutímum (vonandi) eða eigum við í vandræðum ?
endilega ef þið hafið e-a reynslu af þessu, látið mig vita
takk
Hörðu