Í framhaldi af grein sem ég las hérna á hugi.is sem var kölluð “dauðir kettir á götunni” ákvað ég sjálf að skrifa niður smá klausu.
Í þessum “nútíma” heimi sem við búum í með öllum þessum nútímaþægindum (ss bílum) hættum við að svo mörgu leyti að bera virðingu fyrir öðru lífi sem fyrirfinnst hérna á jörðinni. Við erum orðin svo “æðri” eitthvað að það eina sem kemst að hjá okkur er að bæta okkar eigin þægindi á kostnað jarðarinnar og annarra lífvera sem ekki er af tegundinni Homo Sapiens ( þó að við ráðumst oft á eigin tegund).
Að keyra á kött og skilja hann þar eftir samanber að mínu mati að keyra á manneskju og skilja hana þar eftir án þess að gera nokkuð í því, keyra bara burt og vona að enginn hafi séð til hans. Minnsta sem hægt væri að gera er að hringja í lögregluna og segja henni frá atburðinum, þó að ég efist um að þeir grimmlyndu einstaklingar sem gera svona að ganni sínu geri nokkuð. Því miður eru alltaf þannig einstaklingar til staða, sjálf hef ég heyrt af nokkrum kattarmisþyrmingum sem hafa átt sér stað, og er þar að verki aðili/ar sem þarf/þurfa virkilega á sálfræðiaðstoð að halda.
Í sambandi við lausagang kattanna tel ég að fólk ætti að gera viðeigandi ráðstafanir ef þeir vilja ekki fá þessi dýr inní húsið sitteða skíta í sandinn sem krakkarnir leika sér í. Fuglarnir verða því miður að reyna að bjarga sér sjálfir því að veiðieðli kattanna er alltaf til staðar og veiða þeir til að fá útrás fyrir því og einnig til matar (og þá hvortveggja í einu, og ef þeir eru ekki að veiða handa sjálfum sér þá eru þeir að veiða mat handa eigendum sínum.
Ég man ekki meira í augnablikinu sem ég hef að segja um þetta en það er eflaust eitthvað. segi það þá bara seinna.