Laugardaginn 9 ágúst ætla nokkrir áhugamenn/konur sem eiga Norska Skógarketti að koma saman í Húsdýragarðinum í Laugardal. Kettirnir verða á staðnum milli kl. 14:00 og 17:00

Séu einhverjir hér á Huga sem hyggjast taka þátt en hafa ekki haft samband við Skógarkattarklúbbinn eruð þið beðin um að láta vita af ykkur strax. Skipuleggja þarf fjölda búra ofl. svo ekki er gott ef margir óvæntir gestir bætast við þá sem hafa skráð sig.

Allir eru velkomnir með kettina sína í beislum ef það hentar betur. Þátttakendur bera engan kostnað af sýningunni þar sem hún er á vegum Húsdýragarðsins svo það er tilvalið að vera með !!

Vona að við fáum marga áhugasama gesti sem langar að forvitnast og kíkja á kettina okkar. Á staðnum má t.d. líta á fyrirmyndar fressa til ræktunar, krúttilega kettlinga sem enginn stenst og að sjálfsögðu gullfallegar læður sem bæði hafa verið á sýningum og eru í ræktun.

Hafið þið einhverjar spurningar má senda fyrirspurn á netfangið nfo@visir.is merkt Húsdýragarðu
Skógarkettir.tk