Um miðjan júní þurfti ég að keyra bróður minn eldsnemma í vinnuna alla leið upp í Breiðholt, en sjálf eigum við heima í Grafarvoginum. Þetta hefur verið svona kl.7:00 og ég ákvaða eftir að hafa keyrt bróður minn að fara aðra leið en venjulega heim til mín.
Ekki leið á löngu þar sem ég sá mér til mikillar mæðu dauðann kött á miðri götunni. Ég ætlaði í fyrstu að stoppa og færa hann í burtu en þar sem kötturinn var í svo vondu ástandi (Það eina sem var eftir af honum var höfuðið…restin var pönnukaka) að ég hefði þurft kíttispaða til að taka hann upp. Mér leið náttúrlega mjög illa að geta ekki gert neitt fyrir þennan kött, hvað þá eigendur hans.
Þegar ég var næstum því komin heim og var að keyra Víkurveginn í Grafarvogi sé ég annan dauðann kött. Það var nýbúið að keyra á þennan. En það sem mér blöskraði mest við var að sá sem hafði keyrt á köttinn var ekkert að hafa fyrir því að stoppa og færa köttinn. Annað sem fór í mig var að fólkið sem keyrði eftir þessum vegi var heldur ekkert að færa köttinn, heldur keyrði það miskunarlaust yfir köttinn…ekki reyna einu sinni að forðast að valta yfir hann!
Mér kveið fyrir að færa kisuna þar sem hún lá þarna alblóðug á götunni. Ég var meira að segja byrjuð að gráta. En ég var svo reið! Ég stoppaði auðvitað umferðina, fólkið var ekki að gefa mér séns. Það flautaði og svínaði framhjá manni.
Ég hringdi svo í lögregluna og bað hana um að færa köttinn. Ég hafði það ekki í mér að fara með köttinn til síns heima ef kynna skildi að eigendurnir væru ekki heima eða kannski bara börnin.
Það ætti að sekta fólk sem keyrir á ketti. Og ég vil biðja þá sem eru samviskusamir og færa dauða ketti af götunni að endilega ef þið verðið vitni að glannakeyrslu yfir ketti, að taka niður bílnúmerið og afhenda eigendum kisunnar það.
I´m crazy in the coconut!!! (",)