Ég hef verið að lesa nokkrar greinar hér um ofbeldi gagnvart köttum og annars konar málleysingjum, flestir eru á móti þessu en aðrir eru að reyna að segja að þetta sé réttlætanlegt. Hér er spurningin, er það virkilega svo mikilmannslegt að ráðast á einstakling sem ekki getur varið sig?
Ekkert réttlætir það að sparka, slá eða jafnvel drepa þann sem er þér minni eða hefur ekkert eða lítið gert á þinn hlut, því er sagt að ekki sé viturlegt að taka réttlætið í sínar hendur því ekki eru allir hæfir að meta hversu alvarlegt hið meinta brot er. Svo var einn sem sagði “nei bara skamma þá vel (börn þá býst ég við að hann hafi verið að meina) þeir skilja það ekki kettir!! og þarna dúd sem sagðist myndu lemja dúddann sem sparkaði í köttinn þinn s.s. ef gömul kona myndi sparka í köttinn þinn myndirru lemjana?? og líka það á kötturinn þinn að segja þér frá því eða??”, auðvitað fer ekki manneskja með fullu viti hvorki að lemja eldri borgara né ketti, og hvort sem kötturinn gæti sagt þér frá ógjörningnum eða ekki er ekkert sem gerir það réttlætanlegt að særa þann sem er þér minni máttar, því það sýnir bara að þú hefur ekki hugrekki til annars en að nýðast á þeim sem ekki geta barið frá sér og ætlast svo til að fólk virði þig eflaust fyrir það.
Svo fyrir þá sem ekki eiga ketti, ykkur bið ég um að hugsa sem svo að þið ættuð börn (eða fyrir þá sem eiga börn), myndi ykkur virkilega vera sama ef barnið ykkar myndi hverfa eða koma sundurbarið heim og ekki geta sagt ykkur hver hefði farið svo illa með það, mynduð þið bara láta það gleymast eða mynduð þið ekki vilja hefnd.
Það eru eflaust fleiri hlutir sem ég hefði vilja nefna hér að ofan en ekki munað eftir í augnablikinu. En að lokum vil ég minna ykkur á gullnu regluna; „Allt sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra; því að þetta er lögmálið og spámennirnir.“ (Mattheus 7, 12) og bið ég ykkur um að hafa hana ofarlega í huga.
Eigið góða tíma
Zedda