Ég á heima hérna á norðurlandi í litlum bæ sem heitir Sauðárkrókur. Ef þú átt kött skaltu ekki koma með hann hingað, vegna hvers? það færðu að vita núna. Ég vinn í ruslinu (gámaþjónusta) og var ég að tæma tunnu hjá einni gamalli konu og fór hún þá að tala við mig og spurði mig hvort ég hefði nokkuð fundið dauðan kött í einhverri ruslatunnu, ég bara hló af þessu og leit á þetta sem grín en þá fór hún að segja mér að hún hefði fundið ólina af kettinum sínum og blóð hliðina á henni, þá leit ég alvarlegum augum á þetta. Nokkrum dögum frétti ég svo fleiri svona sögur sem koma hér:
Hræðilegar hlutir hafa átt sér stað hérna og vara ég við þessu því þetta er ógeðslegt. Einhverjir ungir piltar hafa gert sér þann ljóta leik að drepa ketti sér til gamans. Ekki hafa þeir bara verið að drepa þá heldur mjög kvalarfulllega (ef ég mætti orða það þannig). Hér í bænum er lítill skógur sem er oft kallaður Litli skógur :) en þar hafa börn verið að leik og fundið kettina mjög illa farna. Þessir strákar sem hafa verið að drepa kettina á vægar sagt MJÖG hryllilegan hátt!! Og enda með því að rífa af þeim ólina og binda þær á hurðarhúninn á eigendum kattanna alla útataða í blóði. Þetta finnst mér ógeðslegt þar sem eigendur kattanna koma mjög illa út úr þessu, kettirnir og litlu krakkarnir sem finna þá dauða alla í blóði. Ég vildi nú bara deila þessu með ykkur og þetta er ENGINN skáldskapur! væri gaman að heyra ykkar álit á þessu… takk fyrir að lesa :)