Kisu bófi
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum. Ég sat heima og var að horfa á sjónvarpið þegar ég heyri að einhver er að koma heim og ég fer niður og kíki en engin þar en samt er hurðin opin? Ég loka henni og held áfram að horfa á sjónvarpið. Svo eftir 10 min þá opnar einhver hurðina aftur og ég stekk fram en engin þar. Svo þegar ég vakna morgunin eftir þá er hurðin opin og allur kattarmaturinn búinn??? (við áttum gamlan fress) ÉG skildi ekki neitt. Svo vaknaði ég einn morguninn þegar það var eitthvað geispandi undir rúminu mínu og ég stökk á fætur og leit undir rúm og þar lá appelsínugulur kettlingur nývaknaður. Þegar hann sá mig skaust hann fram og einhver opnaði hurðina og hann´hvarf. Hver opnaði hurðina??? Ég ákvað að bíða seinna um kvöldið uppá bílskúrs þaki og gá hvernig hann kemst inn. ég beið og beið þegar loksins kemur hann aftur og hann skoðar sig um en sér mig ekki. Svo allt í einu tekur hann tilhlaup og stekkur á hurðarhúninn og opnar helvítis hurðina!!! labbar inn og étur allann kattarmatinn og labbar út. Næst þegar hann kom þá náði ég honum og auglýsti hvort einhver væri búinn að týna kettlingi og eigandinn fannst. Hann skildi aldrei hvernig hann komst út og það skrítnasta var að þetta var bara kettlingur og enginn hafði kennt honum. Má ekki nýta sér þetta???