Ég var að lesa grein hérna á huga þar sem stóð að það sé ekki í eðli katta að vera í bandi. Þetta finst mér mjög skrítið af því að það ekki er heldur í eðli hunda að vera í bandi, samt eru þeir settir í band. Það er samt auðvitað skiljanlegt þar sem hundar fara meira í fólk heldur en kettir og þeir gætu valdið miklum skaða. Síðan stóð líka að kettir lendi á allskonar hættum úti - t.d. sjúkdómar, slagsmál, grimmir krakkar og margt fleira. En á móti því kemur samt að kettinum líður miklu betur, fær meiri hreyfingu og líkurnar á sjúkdómum og slagsmálum eru ekki svo miklar, sérstaklega ef þú átt geldann kött. Og kötturinn fer aldrei að láta ná sér svo þessir grimmu krakkar fá sjaldan tækifæri.
Ég á kött sem getur farið út hvenær sem hann vill og eina sem ég þarf að sjá um er að gefa honum að borða,fara með hann í sprautur og vera eitthvað með hann. Svo á ég líka kanínu sem er bara sett út um hádegi og tekin inn um kvöldið (nema í vondu veðri).
Síðan var það einu sinni sem mamma fór með köttinn til dýralæknis og var eitthvað að tala við hann, og fékk þær upplýsingar að kettir væru mest svæfðir á vorin. Og ástæðan væri sú að fólk væri að fara til útlanda og gæti ekki reddað einhverjum til að gefa kettinum að borða! Það finnst mér sick! Hvaða hálfviti fer að fá sér kött og síðan næst þegar farið er í sumarfrí þá er bara “dumpað” honum?! Mér finnst að dýrahótelin ættu að fara að auglýsa afþví að virðist sem sumt fólk veit ekki að þau eru til.
Svo er það þegar kettir lenda fyrir bílum. Kötturinn minn lenti fyrir bíl einu sinni en bíllinn bara keyrði burt. Bíllinn sem kom á eftir tók eftir þessu lét okkur vita að það væri búið að keyra á köttinn okkar. En núna get ég ekki skrifað meira svo ég hætti hérna
kv. skellur (ég er kvk!)