Fyrir ykkur sem eigið ketti sem eru týndir eða eigið kannski eftir að lenda í því, þá er hérna smá saga til að ylja ykkur.
Nú er hann Magni minn búin að vera týndur síðan 11. maí.
En síðustu 3 vikur hefur annar köttur verið að sniglast hérna í kringum húsið. Reyndi oft að stökkva inn um gluggann en varð alltaf rosa hræddur þegar hann sá einhvern heima og þaut út aftur. Einnig kom ég oft heim og hann inni í íbúðinni alveg stjarfur og þaut út. Ég á annan kött sem er hérna heima (ekki týndur) og hann er ógeldur fress. Ég var því farin að halda að þetta væri læða, svona þvílíkt á þörfinni:o) því gólið úr þessum ketti þegar hann hékk hérna fyrir utan var ekkert eðlilegt.
Dagarnir liðu og hann fór að venja komu sína oftar og ég tók eftir því að hann var ekki með ól og frekar tuskulegur allur. Með sár í framan og svona líka rosalega fælinn. Mér var farið að detta í hug að þetta væri bara villiköttur. Ég vorkenndi honum svo að ég var farin að skilja eftir mat handa honum og mjólk. Það svolgraði hann í sig eins og hann hafði aldrei fengið mat, en bara ef ég hélt mig í góðri fjarlægð. En svo varð hann smátt og smátt rólegri því oftar sem ég gaf honum og var farin að leyfa mér að klappa sér. Þá tók ég eftir því að þetta var nú bara myndar fress!!
Ég var búin að spyrjast fyrir á Huga hvort einhver kannaðist við hann en var ekki búin að heyra neitt. Einnig hringdi ég eiginlega strax í Kattholt þegar ég fattaði að hann var ólarlaus og gaf lýsingu á honum. En núna í dag voru að vera komnar 3 vikur sem hann var búin að venja komu sína hingað, svo ég ákvað að hringja í Kattholt og spyrja hvort ég mætti ekki bara koma með hann, því hann ætti greinilega hvergi heima.
Og viti menn, konan í Kattholti kannaðist við lýsinguna, hans var víst sárt saknað úr hverfi hérna rétt hjá og búin að vera týndur í næstum mánuð. Tommi er sem sagt komin heim til sín aftur, og ég er afar glöð að hafa getað bjargað honum. Vona að þetta góðverk auki líkur mínar að fá Magna minn til mín aftur, en þetta kennir mér alla vegna að gefast ekki upp strax því hann er örugglega einhver staðar þarna úti að sníkja mat af ókunnugum:o)
Með von um að einhver finni Magna minn.