hæhæ hugarar. nú er sonur minn orðinn stoltur eigandi sex kettlinga. þula átti í gær, loksins. við erum buin að biða lengi spennt. hun var orðin svo mikil um sig að maður vorkenndi henni rosalega, hun er svo smávaxin. ég þurfti reyndar að hjálpa þeim fyrsta út og nudda í hann líf. skottið kom eitt ut og afturlappirnar sátu fastar svo ég varð að yta honum inn aftur og losa lappirnar til að ná honum út. það munaði mjóu en hann er við góða heilsu nuna og þeir allir. það eru tveir hvitir, einn hvitur mað gráann blett á kollinum, einn svartur og hvítur. einn svartur, og ein þrílit eins og þula. reyndar eru tveir þeirra rosalega litlir, eiginlega bara helmingurinn af hinum. þetta var yndislegt að horfa á þá fæðast en rosalega vorkenndi ég þulu. mér fannst ekkert grin að eiga eitt barn, hvað þá 6 i einu!! en hun stóð sig eins og hetja og er rosa góð mamma. ég vil helst eiga þá alla en það gæti verið erfitt að vera með 8 ketti til lengdar. svo ef einhverjum langar i kisu eftir svona 2 mánuði endilega hafiði samband en að sjálfsögðu koma bara bestu heimilin til greina. ;)
jæja ég er hætt i bili en ég skrifa meira um þá seinna.
blessbless
kv
tabriz