Hæ,
Ég verð að segja ykkur frá nokkru… Það eru gífurlega margir sem eru að segja að fólk er ekki að taka að sér kettlinga og svoleiðis sem eru heimilslausir… Hérna er það sem gerðist hjá mér í seinustu viku.
Ég fór með vinkonu minni sem er að leita sér að hundi á dýrahótel þar sem hún var að spyrjast fyrir og þar varð ég hreinlega að skoða kettlinga sem voru þar til gefins, þeir eru 3 bræður sem mamman hafði skilið eftir inni í einhverju hesthúsi, tveir þeirra eru kolsvartir og hinn er svartur og hvítur, annar þeirra svörtu er alveg rosalega feiminn en hann ákvað strax að ég skildi vera mamma hans því að hann lagðis upp við brjóstið á mér fyrir ofan hjartað og sofnaði.
Ég er að meira segja búin að velja nafn á hann en það er Hrafn en mér finnst það passa honum bara svo virkilega vel…
Ég talaði við konuna á Dýrahórtelinu og ég má sækja henn eftir 1 viku en hann er svo ungur eins og bræður hans, en ef það er einhver sem vill fá lítinn kisa þá eru bræður hans enn á lausu og ef þið sendið mér private message þá get ég látið ykkur vita hvar þeir eru.
Kv. Taran