Ég er að bíða eftir því að kisan mín hún Valka fari að gjóta og þar sem þetta er fyrsta got hjá okkur báðum að þá er ég ekki alveg viss á því hvað ég eigi að gera. Ég veit ekki hvað hún er komin langt á veg en það sést mjög vel á henni og allir spenar komnir í ljós hjá henni. Hún hefur verið með vefi á maganum sem hafa orðið frekar stórir en hún hefur verið meðhöndluð af sterum og hurfu þessir vefir en núna þegar hún er ólétt er þetta komið aftur. Læknarnir segja að ekkert sé hægt að gera fyrr en hún hefur gotið. Þetta getur kannski haft í för með sér að hún geti ekki mjólkað.
Ef það er einhver þarna úti sem veit svörin við þessum eftirfarandi spurningum þá væri vel þegið að heyra einhver svör við þeim.
1. Er hægt að sjá hvað læðan er komin langt á leið?
2. Hver eru helstu einkennin við því þegar komið er að stóru stundinni?
3. Hvað á maður að gera þegar kettlingarnir eru að fæðast?
4. Hvað ber að varast?
5. Við eigum aðra læðu sem er systir hennar, er einhver möguleiki að hún geri eitthvað við kettlingana eða systir sína?