Hér kemur svolítill fróðleikur sem ég fann á netinu, og langaði til að deila með ykkur.
Þarf að hreinsa tennur katta? Hafi kettir slæmar tennur verða þeir andfúlir. Þar sem tannsteinn safnast á tennur katta með tímanum er algengt að gamlir kettir hafi slæmar tennur. Tannsteinn orsakar bólgu í tannholdi (gingivitis) og gómar dragast saman og minnka. Þetta veldur oft sýkingu í tannrótinni (periodontitis) og þar kemur að tennurnar losna og detta úr að lokum. Þar sem þetta er sársaukafullt fyrir köttinn er best að láta fjarlægja tannsteininn áður en tannholdið er orðið mjög bólgið. Vitaskuld tekur tannsteinn aftur að safnast á tennurnar eftir að þær hafa verið hreinsaðar og því er gott að gefa kettinum mat sem reynir svolítið á tennurnar og hægir á tannsteinsmyndun. Þurrfóður hentar vel í þessu skyni. Einnig gæti kettinum þótt gott að naga eitthvað hart, svo sem bita af steikarpöru eða þess háttar
Offita. Oft taka eigendur ekki eftir því að kötturinn fitnar fyrr en kötturinn er orðinn akfeitur eða dýrlæknirinn bendir eigendanum á það, er kötturinn kemur í dýralæknaskoðun. Þegar þú strýkur kettinum þínum áttu að finna fyrir ribbeinunum án þess að þurfa að pressa mjög á þau. Ef þú sérð ribbeinin þá er kötturinn of grannur. Margir kettir með offitu éta kannski ekki mjög mikið, en þeir hreyfa sig líka mjög lítið.
Ýmis vandamál geta fylgt offitu hjá köttum. Þeir eiga oft erfitt með að þrífa sig almennilega og fá þá frekar húðvandamál. Feitir kettir fá frekar þvagsteina, sem valda þvagstíflu. All offeit dýr eru í lélegri líkamlegri þjálfun og extra þyngd eykur álag á hjarta og liðamót.
Besta leiðin til að forðast vandamálið er fóðrunin. Ekki gefa kettinum þínum of mikinn mat. Veldu gott fóður, sem hentar fyrir þinn kött og skammtaðu kettinum daglega. Vigtaðu köttinn annað slagið til að fylgjast með þyngdinni. Dýralæknastofurnar hafa yfirleitt góða vigt til að vigta köttinn. Ef kötturinn þarf að léttast, minkaðu fóðurskammtinn um tvo þriðju. Hægt er að fá fóður, “Slim” til að minnka kaloríurnar í fóðrinu. Ekki megra köttinn of ört, það getur valdið lifrasjúkdómi. Megrunin ætti að vera stöðuð yfir 3-4 mánuði. Fáðu ráð hjá dýralækninum þínum, hvernig best er að megra köttinn þinn.
Er nauðsynlegt að bólusetja ketti, eru nokkrir alvarlegir smitsjúkdómar á Íslandi sem þarf að hafa áhyggjur af? Já það þarf skilyrðislaust að bólusetja ketti. Hægt er að bólusetja fyrir eftirtöldum sjúkdómum:
1.Kattarfár (Feline panleukopenie) . Áður en tókst að búa til bóluefni gegn þessum sjúkdómi var þetta ein helsta dánarorsök katta. Sjúkdómurinn er einkum hættulegur kettlingum og ungum dýrum og veldur alvarlegum uppköstum og niðurgangi, sem getur leitt dýrið til dauða á 3-5 dögum eftir að einkenna verður vart.
2.Kattainfluenza (feline rhinotracheitis, feline calcivirus) Kattainfluenza er sjaldan banvæn, nema í mjög ungum köttum og þá helst þeim sem eitthvað eru veilir fyrir. Einkenni eru lík slæmu kvefi hjá mannfólkinu, það rennur úr augum og nösum. Smitaðir kettir geta borið vírusinn með sér þó án þess að sýna einkenni og gerir það baráttuna við sjúkdóminn erfiðari.
Vert er einnig að geta þess að einnig er á markaðnum bóluefni (Felovax IV Vet) sem auk áðurnefndra sjúkdóma veitir vörn gegn chlamydiu sýkingum en það er notað í minna mæli.
Hvenær er best að bólusetja kettlinga? Við fæðingu eru kettlingarnir verndaðir gegn mörgum smitsjúkdómum með mótefnum, sem kettlingarnir fá í gegnum broddmjólk móðurinnar fyrstu klukkutímana eftir fæðingu.
Að bólusetja köttinn fyrir 8 vikna aldur því litla þýðingu, mótefnin gera bóluefnið óvirkt. Eftir u.þ.b. 7 vikur fer magn þessara mótefna hins vegar lækkandi og þá fer að verða tími fyrir fyrstu bólusetninguna ca 8 - 12 vikna.
Sú bólusetning er síðan endurtekin 3 - 4 vikum síðar og þá telst kötturinn grunnbólusettur. Fram að þeim tíma er kötturinn raunverulega ekki verndaður gegn ofantöldum sjúkdómum og ætti að forða honum frá samneyti við aðra utanaðkomandi ketti. Árleg endurbólusetning er síðan nauðsynleg.
pössum uppá kisurnar okkar,
kv.lakkris