Sælt veri liðið.
Ég bara get ekki annað en skrifað hérna um heimskulegasta kattamat sem ég hef á ævi minni orðið vitni að.
Hann heitir KitEkat og allar tegundir af honum innihalda… vitiði hvað? Grænmeti.
Það er rétt! Það er semsagt til fólk sem sast niður einn daginn og ákvað að framleiða kattamat fyrir ketti sem eru grænmetisætur. Það merkilega er að kettir eru rándýr og éta aldrei grænmeti að neinum toga nema til þess að leysa önnur vandamál en hungur. T.d. að éta gras til að komast hjá því að kasta upp eða þvíumlíkt.
Ekki nóg með það, heldur er hérna t.d. á pakkningunni sem ég kaupi stundum… JÓGÚRT! “Extra, with Yoghurt”! Hafið þið heyrt um ketti sem ég fíla JÓGÚRT?!? Hvað er málið? Hversu mikið af LSD þurfti einhver að droppa til þess að láta sér það detta í hug að framleiða þessa vitleysu?
Þó verð ég reyndar að gefa þessum kattamat eitt. Hann er hræðilega sniðugur til þess að spara. Kötturinn minn étur þetta ekki nema þegar hann er orðinn talsvert svangur, þannig að einn svona pakki endist margfalt lengur en raunverulegur kattamatur. Það er spurning hver viðskiptaáætlunin hjá þessum hálfvitum hafi verið… miða á þá sem neyðast til að nánast svelta kettina sína.
Hálfvitar. Ekki kaupa þetta rugl nema í algerri neyð.