Mig langar að vara kattareigendur og aðra dýravini við blómum því þau geta verið stórskaðleg. Ég komst að því að eigin raun fyrir mánuði. Kötturinn minn át Eldlilju og það dró hann til dauða á viku!!! Dýraspítalinn hafði ekki séð svona tilfelli áður þannig að hræið af kettinum var sent í krufningu. Lýsingarnar í henni voru hreint út sagt hræðilegar… Ég hef aðeins verið að kíkja betur í þessi mál og fann heimasíðu á netinu í Englandi þar sem varað er sérstaklega við Lilju-fjölskyldunni, þær eru víst mjög eitraðar.

Mér finnst skrýtið að fólk kaupi sér sígarettur útí búð og það er varað við heislutjóni.. en svo er hægt að kaupa sér “falleg blóm” og drepast á viku!!! Á ekki að skilda blómabúðir að vara fólk við þessari hættu? Auðvitað vita sumir af skaðsemi blóma en alls ekki nógu margir… Ég vil líka vita… Gæti þetta ekki haft skaðleg áhrif á ungabörn ef þau kæmust í þessi blóm?

takk fyrir… Skott.

P.S. Ef þið viljið kynna ykkur þetta betur er hægt að lesa meira á heimsíðu minni: www.kisur.tk