Ég var að skoða síðu á Internetinu sem heitir PetShelter.org og sá ég þar góða grein um hvers vegna fólk á að láta kettina sína í ófrjósemisaðgerðir. Ég tók mér það leyfi að að þýða hana beint upp úr ensku og vona að þið hafið gaman að. Allar tölur eiga að sjálfsögðu við Bandaríkin.
Petshelter samtökin trúa því að allir kattaeigendur ættu að gelda kisurnar sínar. Við sjáum sjálf hinn ótrúlega fjölda katta sem fylla kattaathvörfin. 8-10 miljónir kisa eru svæfðar á hverju ári vegna offjölgunar. Að setja kisuna sína í ófrjósemisaðgerð er það ábyrgasta sem þú getur gert fyrir kisuna þína og samfélagið þitt.
Hvað þýðir “að taka úr sambandi” eða “að gelda” köttinn sinn ?
Læður eru teknar úr sambandi með því að fjarlægja fjölgunarlíffæri þeirra. Eistu eru svo fjarlægð úr högnum. Í báðum tilfellum er aðgerðin gerð á meðan dýrin eru svæfð. Dýralæknirinn þinn getur svarað öllum spurningum þínum varðandi aðgerðina og sagt þér á hvaða aldri best er að framkvæma hana.
Ástæður fyrir ófrjósemisaðgerðum:
1. Fækkar kisum sem enginn vill þar sem nóg er nú samt.
2. Gerir kött að betri og alúðlegri félagsskap.
3. Engar líkur á legháls- og eggjastokkakrabbameini og umtalsvert minnkandi líkur á brjóstakrabba, sérstaklega þegar læðan er tekin úr sambandi áður en hún breimar í fyrsta skipti.
4. Engar líkur á eistnakrabba og minnkaðar líkur á blöðruhálskrabbameini í högnum.
5. Minnkaðar líkur á stroki og slagsmálum hjá köttum.
6. Geldir högnar eru ólíklegir til að pissa á öllum stöðum og merkja svæði.
Algeng rök og áhyggjur vegna ófrjósemisaðgerða
“En kötturin minn er hreinræktaður”
Svo eru líka 1 af hverjum 4 í bandarískum kisuathvörfum um öll Bandaríkin.
“Ég hef áhyggjur af að taka ”karlmennskuna“ frá högnanum mínum”
Ófrjósemisaðgerðir breyta ekki persónuleika kattarins. Kettir eru ekki kynverur í þeim skilningi. Kötturinn mun ekki þjást af tilfinningaraski eða sálarerfiðleikum vegna þessa. Aðeins jákvæðar afleiðingar eru af því að gelda kött.
“Ég mun finn góð heimili fyrir alla kettlingana”
Þú gætir fundið góð heimili fyrir kettlingana þína en það þýðir einu heimili minna fyrir alla kettina sem eru í athvörfum. Innan árs gætu kettlingarnir sem þú gafst frá þér hver um sig eignast annað eins af kettlingum.
“Við getum selt kettlinga og fengið smá peninga”
Allir ræktendur vita að maður græðir ekki á þessu. Gott er ef hreinræktun kettlinga kemur út á núlli í endann. Kostnaðurinn við að ala upp svoleiðis kettlinga - folaskattur, matur, sprautur og annar lækniskostnaður - étur upp mestan gróðann.
“Mér er illa við að kötturinn minn sé svæfður með svæfingarlyfjum”
Mjög eðlilegt er að hafa áhyggjur af þessu. Þó alltaf sé smá hætta innifalin þá eru svæfingarlyfin sem dýralæknar nútímans nota mjög örugg. Margir dýralæknar eru einnig með hjartalínurit tengd við kisurnar á meðan svæfingu stendur til að fylgjast með öllum breytingum sem verða á líkama kattarins. Því myndi ég segja að heilsufarslega séð er það þess virði að setja kisuna sína í ófrjósemisaðgerð. Hafðu samband við dýralækninn þinn ef þú hefur áhyggjur af þessum þætti aðgerarinnar.
“Ég vil leyfa börnunum mínum að upplifa kettlingafæðingu því það er svo yndislegt”
Ef þú vilt þetta þá verður þú einnig að leyfa þeim að upplifa svæfingu eða að kettlingarnir hverfa á braut.
Endilega huxaðu þig vel um áður en þú ákveður hvort kötturinn þinn verði geldur eða ekki !
Með kisukveðju,
IceCat