
Og þá fyrst fór ég að hugsa… eða sagði svona soldið reiður við kisa “hættu að elta mig” og stappaði í jörðina minnir mig til að vera soldið harður á því sko. Og jáhh hann bara fór, hljóp burt en samt var hann jafn rólegur á svipinn eins og indversk kú. Og já!! ég er að gleyma aðalatriðinu eða.. sjá kettir ekki í myrkri? okei ég veit ekki betur en þeir geri það og til hvers eigilega?? til að geta njósnað auðvitað!
Þúst njosnarar eða spæjarar elta folk og njosna um það og fela sig til að láta helst ekki sjá sig. Svo nota þeir oft svona nætursjónauka en kisurnar eru með það innbyggt í sig… svo kallaðar “tæknikisur”.
Mhmm… kannski eru þær bara saklaus gæludyr sem maður knúþar og kyssir. En hver veit?