Vildi að ég gæti hjálpað þér, en það er svo erfitt að finna heimili fyrir þessar litlu elskur.
Þegar mín læða, sem ég átti fyrir ca 5 árum, eignaðist 4 kettlinga, ákvað ég að eiga einn, gaf tvo, en lenti svo í vandræðum með þann fjórða. Ég reyndi og reyndi í nokkrar vikur en gafst svo upp og lét lóga honum. Það var svo sárt að ég er ekki búin að jafna mig á því ennþá. EN! 2 dögum seinna hringdi kona, sem vantaði kettling! Það lá við að ég fengi taugaáfall og færi að öskra á vesalings konuna, gat hún ekki ákveðið sig nokkrum dögum fyrr og þá hefði ég ekki þurft að láta hann deyja! Svona getur lífið verið ranglátt.
Vona að þér gangi vel að finna heimili fyrir þína kettlinga og endilega, gerðu eitthvað í þessu með læðuna þína. Ertu með 3 læður, eða er ógeltur högni í hópnum? Það er ódýrara að láta gelda þá heldur en læðurnar.
Þessi kettlingur sem ég hélt eftir varð einum of mikill veiðiköttur og ég varð alltaf öskuvond út í hann þegar ég stóð hann að verki. En í eitt skiptið gat ég ekki skammað hann. Þá hafði hann veitt vænan þröst, át hann ekki sjálfur, heldur kom með hann og lagði hann við útidyrnar hjá mér. Hann var að færa mér í soðið!
Yfirleitt át hann vesalings fuglana, en í eitt skiptið reyndi ég að bjarga fuglinum, en þá var hann svo illa farinn að ég varð að drepa hann sjálf. Það var hræðilegt! Mér hafði verið sagt að sársaukalausast væri fyrir fuglana að maður sneri þá úr hálsliðnum, en þegar ég gerði það, þá fór hausinn af!! Það leið næstum því yfir mig af skelfingu og eftir þetta fékk ég enn meiri óbeit á veiðieðlinu í köttunum.
Púffff……..