Jæja, það hlaut að koma að því.
Við týndum kisunni sem við erum að passa!
Við búum í blokkaríbúð á annarri hæð svo það eru ekki svo margar leiðir sem hún hefur getað sloppið.
Við höldum að hún hafi ekki sloppið út á gang
(reyndar var kjallarahurðin opin út) arg :/
annars hefur hún hoppað(!?)út um gluggann eða út af svölum
(þessir kettir).
Við höfum aldrei átt kött á ævinni og þ.a.l. vitum við lítið hvað skal gera þegar maður týnir honum.
Ég ætla að búa til auglýsingu og setja í kjörbúðina og sjoppuna í hverfinu. En hvað svo, við erum búin að leita í hverfinu
og ég verð líklega að því í allan dag.
Hafiði týnt ketti og ef svo er hvað gerðuð þið
til að finna hann? Komst hann langt?