
Um daginn þá var Katla að veiða flugu og gleymdi hún sér dáldið og datt næstum því af svölunum, hún fór útaf og var þarna hinum megin við svalirnar og hékk eins og Rose í myndinni Titanic þegar hún hékk á hinum endanum við skipið. Katla náði að klifra upp aftur og var greinilega alveg sama að hafa lent í lífshættu því hún byrjaði strax að elta fluguna aftur.
Á ég að banna Kötlu að leika sér á svölunum ? Ég er alveg búinn að venja hana á þetta og ég veit að hún yrði mjög fúl ef ég myndi núna byrja á því að hafa svalirnar lokaðar.
Er það algengt að kettir slasist með því að detta niður af svölum ?