Halló.

Ég heiti Tequilla oo er kattaáhugamanneskja. Ég kem iðjulega hingað á huga til að lesa/skrifa um kisur og sjá myndir af þeim.
En það er eitt sem er verð að viðurkenna að fer MJÖG í mig og örugglega alla sem að stunda þetta áhugamál. Það er að það er sama hvað, það er alltaf eitthvað fólk sem hefur ANDÚÐ á köttum og er að koma á áhugamálið OKKAR að dissa þá!!! Hvað í !“#$%& er fólk sem HATAR ketti að gera hérna og draga okkur niður með fáránlegum áróðri gegn þeim.

Við erum ekki að koma á þetta áhugamál til að verða fyrir aðkasti fólks sem er á móti köttum. Í fyrsta lagi þá algerlega óþolandi að þurfa að vera að berjast fyrir því það að vera kattamanneskja. Og í öðru lagi þá er hugi.is síða þar sem fólk getur rætt sameiginleg áhugamál sín. Og hversu BARNALEGT er það að fólk skuli koma inná hin og þessi áhugamál og bögga fólkið á þeim af því að þau eru ósammála.

Okkur á köttum (alveg örugglega öllum, ef ekki skrifiði þá svar)erum alveg sama þótt að ”Jón“ niðrí bæ hatar ketti. ”Jón", farðu á dýrahötunar síðu til að tjá þig um hatur þitt, því að hérna er fullorðið fólk (hvor sem það er bókstaflega eða bara í andlegum þroska) sem hatar þá ekki og þetta er ekki staður fyrir þig.

Þetta er ekki í fyrsta ( og örugglega ekki síðasta) skiptið sem að ég er að mótmæla þessum endalausa barnaskap og aðkasti á þessu áhugamáli
( http://www.hugi.is/kettir/greinar.php?grein_id=30210 )

Tvívegis hef ég gert ristjóra viðvart um ógeðfeldar póstanir

Einu sinni skrifaði ein stelpa um köttinn sinn og fékk svarið; “hverjum er ekki skítsama um hellvítis köttinn þinn?”. og svo var það kettlingasúpuuppskrift.

Er ekki tími til kominn að þroskast. Ekki fann ég neitt svona á hunda áhugamálinu. Fór samt lauslega yfir það.
“Fögur kona gleður augað.