Einu sinni bjó köttur í þarnæsta húsi við okkur.. hann hét Flóki, hann var alltaf að koma i heimsókn til okkar, leika sér við Alexander kisuna mina sem ég átti þá.. kom alltaf inn og át matinn hans og svona..
En svo Fluttu eigendur hans og tóku hann auðvitað með sér.. svo svona 2 vikum seinna þá var ég aðeins útí garði og þá kom Flóki alltí einu til mín mjálmandi.. Ég fór með hann inni og sýndi mömmu.. hún hringdi þá í eigendurna hans og þeir komu og náðu í hann.. þá var Flóki búin að strjúka og vera að heiman í heila viku.. og hann bjó í blokk og það var verið að gera við húsið þannig það voru stillasar í kringum hana og hann hefur getað farið útum glugga bara og skokkað niður..
en Kettir hafa víst þennan hæfileika.. geta alltaf ratað “heim” aftur..
Hann gerði þetta síðan aftur og þegar hann kom til okkar þá hefur hann öruglega lent í slagsmálum eða eitthvað því hann var með illa lyktandi graftarkýli á hálsinum! og enn hringdi mamma í eigendurna sem komu undir eins að ná í hann.
Þá var búið að gera við blokkina og við sáum hann aldrei aftur.. Vona nú samt að hann sénú bara heima hjá sér og hafi það gott :)