hæhæ
ég varað rekast á ritgerð(reyndar er þetta aðeins styttri útgáfan) sem ég og bekkjarsystir mín gerðum í fyrra.Datt í hug að senda hana hingað því Tígrisdýr eru nú kattar dýr =þ
Ógeðslega flott dýr !
( ! Ég cuttaði út samt inndótið og lokaorðin ! )
Tígrisdýrið tilheyrir ættbálk rándýra og er af kattarætt. Það er algerlega asísk tegund. Það er stærst allra núlifandi kattardýra og getur orðið 300kg.
Leng þess er um 136-230 cm , hæð sem er mæld á herðarkamb, 65-115 cm og rófuleng 44-111 cm.
Stærstu tígrisdýrin fynnast við Amúrfljót í Mansjúríu og Austur-Síberíu, þar sem sagt er að fundist hafa dýr með 2,9 m skrokklengd. Oftast er karltígurnir stærri en kvenn-tígurnir.
Tígrisdýr sjá mjög illa en eru með mjög skarpa heyrn og nota hana mikið á veiðum. Kettir hafa mjög stuttan háls, sem er úr sjö samanreknum hálsliðum. Kattardýr eru með mjög sterka beinagrind og sérstaklega tigrisdýr.
Tigrisdýr eru með mjög langar og sterkar tennur sem það notar m.a. til að drepa bráðina. Langar sveigðar augntennur, vígtennurnar, smjúga milli hálsliða bráðarinnar og slíta léttilega sundur mænuna.
Tigrisdýr hafa mjög hrjúfa, skærbleika túngu sem er þakin nöbbum sem dýrið beitir, ásamt tönnunum, við að skrapa kjöt af beinum bráðarinnar.
Tígrisdýrum líður best í þéttum gróðri á blautum stöðum, í sefi, reyr eða kjarri á árbökkum eða í monsún-bambusskógum. Tígrisdýr komu upp seint á jökultímanum austast í Síberíu og hafa breiðat þaðan út suður og vestur á bóginn. Útbreiðslusvæði þess nær nú allt frá Amúrfljóti í austri og þaðan eftir allri strandleiðinni vestur um til Indlands. Útbreiðslusvæði tígurs er ekki samfellt, heldur liggur það í víðum bogum kringum háfjöll og eyðimerkur í iðrum álfunnar. Tígrar kunna vel að synda og fara létt með að synda yfir fimm kílómetra löng fljót.
Tígrisdýr á sér mjög fáa óvini eða önnur dýr sem það þarf að óttast, enda er það stærsta og sterkasta rándýrið í öllum heiminum. En auðvitað eru til nokkur dýr sem geta að einhverju leiti skaðað tígurinn, til dæmis maðurinn. Líka hefur verið talað um að stórir hópar af villihundum hafi náð að fæla tígrisdýr í burtu eða jafnvel drepið þau. Svo er líka talað um að byrnir hafi oft ráðist á tígrisdýr og náð að að drepa þau.
Tígrisdýr eru mjög oft löt og nenna oftast ekki að hlaupa á eftir bráðinni ef hún verður vör við tígurinn. Oft þegar tígrisdýr veiða sér til matar verður villisvín oft fyrir valinu. En annars éta tígrisdýr mjög fjölbreytt af öðrum dýrum eins og vatnabuffa, gauruxa, unga nashyrninga, tapíra og jafnvel fíla.
Svona fer veiðin fram: Tígrisdýrið læðist um og leitar að bráð. Þegar það sér annað rándýr læðist það hægt og rólega að því og lætur fara sem minnst fyrir sér. Þegar rétta færið gefst setur það undir sig afturfæturna og hendist á dýrið og drepur það. Stór og fullvaxin ljón og tígrisdýr ráða alveg við sterk dýr einsog buffal. Stór köttur ræðst yfirleitt til atlögu aftan frá eða frá hlið. Ef veiðidýr er of stórt til að hremma það, fellir tígrisdýrið það, leggst á það og bítur í sundur mænuna.
Tígrislæður eðla sig annað hvert ár og högninn víkur ekki frá læðunni fyrr en hann er alveg viss um að hún sé kettlingafull. Eftir það fara þau hvor sína leið. Fengitími hjá tígrisdýrum er ekki árstíðabundinn. Meðgöngutíminn er um 104 dagar, eða 3-4 mánuðir.
Tígrislæðurnar eignast frá 1-7 hvolpa, en oftast eru þeir 3. Tíminn í kynþroska hjá tígris-hvolpum eru 3-4 ár. Hvolparnir fylgja móðurinni í að minsta kosti tvö ár, en aðeins dæturnar einar fá að fylgja henni lengur eftir að þroska aldri er náð.
Tígrisdýr fara yfirleitt einförum, nema þegar hvolparnir fylgja mæðrunum sem er eðlilegt. Ef tígrisdýr sjást fleiri í hóp er það oftast tígrislæða með stálpaða hvolpa, eða þá einn eða fleirri fress á eftir sömu læðunni.
Oftast eru það fullorðnir fress, sem þykjast ráða yfir henni og hrekja hina ungu kynbræður sína að heiman, en stundum er læðan þó sjálf að verki.
Margt bendir þó til þess að fullorðin tígrisdýr hafi meira umburðarlyndi hver með öðru en er meðal annarra einföru-kattardýra. Til dæmis eru tígrisdýr ekki eins erfið meðferðar í dýragörðum einsog hlébarðar.
já þannig var það =þ