Ottó kisan mín er 8 mánaða og þvi voru þetta fyrstu áramótin hans!
Fyrst þegar hann heyrði í flugelda fríkaði hann út! Vissi ekkert hvað hann átti að gera.. hljóp bara fram og til baka um stofuna og vissi EKKERT hvað væri að gerast…
Svo á Gamlárskvöld lokaði ég hann inni minu herbergi.. með matinn sinn, kattarkassan og dót og svona.. stilti útvarpið nægilega hátt!
Herbergið mitt er í niðurgrafnum kjallara og einn pinulitill gluggi þar!
Svo kl hálf 1 eitt þá ákvað mamma að skreppa heim og athuga hvernig hann hafði það.. Þá var hann búin að velta matnum sinum útum allt.. og bunað troða sér bakvið hilluna mina og grafa sig undir dótið.. sat bara þar og skalf!! ætlaði aldrei að koma þarna undan.. Mamma hafði aldrei séð neitt dýr jafn hrætt áður!!
en svo í gær á 13danum! þá bara sat minn útí glugga og horfði á þetta! ;)

Vona að ykkar kisur hafi meikað gamlárskvöld =)