Kisa fékk taugaáfall!
Mig langar að segja ykkur frá kisunni minni henni Lukku sem ég elska meira en lífið sjálft!!! Hún Lukka er orðin 10 ára gömul Og í haust fór ég að taka eftir því að hún nagaði á sér neglurnar. Ég hef aldrei vitað til þess að kettir nagi á sér neglurnar en eftir að þetta hafði viðgengist í svolítinn tíma og neglurnar á henni voru orðnar að engu fór ég með hana til læknis. Þá fékk ég að vita það að kötturinn hefði orðið fyrir tilfinningalegu áfalli. Já, kettir geta það víst líka. Þar til í sumar þá átti ég tvær kisur en hann Snúður, sem var orðinn rúmlega 10 ára og hjartveikur dó í sumar. Því fylgdi auðvitað mikil sorg og hefur þetta orðið mikið áfall fyrir hana Lukku, þar sem Snúður var æskufélagi hennar og uppalandi. Tveimur mánuðum síðar missi ég pabba minn og þá varð auðvitað enn meiri sorg á heimilinu. Kisa fann þetta auðvitað líka og er því ekki skrítið að kattar ræfillinn hafi fengið taugaáfall. En hún er ennþá að naga á sér neglurnar, þó að það sé að verða komið hálft ár síðan þetta alltsaman gerðist. Mér hefur verið bennt á að fá svona hjálm til þess að setja á hausinn á henni svo hún hætti að naga, en ég get bara ekki gert henni það. Hef prófað nýtt matarræði fyrir hana, reynt að hafa hlutina eins stabíla og ég get en kisa heldur þessu áfram. Þetta er alls ekki gott fyrir hana að hafa engar neglur því hún hefur verið að renna á hausinn og svona því hún getur ekki gripið í neitt svona naglalaus!