Vissuði að kettir mistu barnatennurnar sínar eins og við!
Ég fékk sjokk þegar Ottó var aðeins yngri.. ég var að leika við hann og hann var eitthvað að bíta mig.. svo alltí einu sá ég blóð á hendinni á mér.. hélt bara að þetta væri af mér.. en svo sá ég að það var líka blóð uppí honum! svo alltí einu sá ég bara tönn þarna við hliðiná mér.. ég fékk sjokk, hélt ég væri að brjóta tennurnar í vesalings dýrinu! Kötturinn kifti sér ekkert upp við þetta!
ég fór til mömmu og sagði henni þetta og hún hafði ekki hugmynd.. svo hún hringdi i sistyr sina sem hefur átt ketti allt sitt líf.. og spurði hana, þá sagði hún okkur að þetta væri bara venjulegt.. væru bara barnatennurnar!
Þetta höfðum við ekki hugmynd um, sáum þetta aldrei hjá Alexander!
En svo fórum við að taka eftir þessu meira hjá Ottó.. og eigum núna 2 litlar kisutennur ;) (tíndi hinum :/ )