Ég á fallegasta kött í heimi. Hann heitir Pési. Hann er mjög skemtilegur köttur. Reyndar á ég líka mús sem heitir Marcopolo, hehe, köttur og mús, það passar ekkert mjög vel saman, er það?

Hér eru nokkrar sögur af Pésa og honum Marcopolo:
Pési er mjög sniðugur köttur. Hann er alltaf (þá meina ég alltaf)
svangur. Ef hann heyrir orðið nammi eða namminam þá kemur hann þjótandi. Marcopolo er geymdur í búrinu sínu inni í þvottahúsi. Þar er alltaf lokað þannig að Pési komist ekki inn. En einu sinni gleymdi einhver að loka hurðinni þar og þá komst Pési inn. Þegar við sáum að hurðin var opin kíktum við inn. Þar lá Pési sofandi ofaná búrinu og malaði og Marcopolo var hinn rólegasti. Það var fyndið (hahahaahhaha)

Svo á Pési kassa sem að hann sefur í á nóttunni(bara venjulegur pappakassi) en alltaf þegar að ég er alveg að sofna þá byrjar hann að naga kassann og það er alveg ferlega pirrandi.

Pési á sér uppáhaldsstað, það er sólskálinn. Hann liggur alltaf í sófanum þar og sefur. Reyndar sefur hann alltaf þar af því að hann veit að hann má ekki vera þar. En hann má það núna. Fyrst mátti hann það ekki af því að hann rótaði alltaf í moldinni en nú er hann svo latur að hann er alveg hættur því.
www.blog.central.is/unzatunnza