ég gef kettinum mínum alltaf þurrmat, sem er einfaldlega bara vegna þess að þá á hann ekki að fara svo mikið úr hárum.
Þó gef ég honum stundum mjólk eða eitthvað annað sem ég er að éta.. Hann er alveg sjúkur í allt sem ég erað éta.. borðar stundum bara með mér úr disknum. étur meirað segja sikurpúðana úr Lucky Charms og svo fær hann sona kisunammi annars lagið
En dýralæknirinn sagði okkur að fiskur og kjöt og rækjur og svona.. væri bara ekki sniðugt fyrir ketti.. þetta stuðlaði að hjartagöllum og svona! samt finst mér það frekar skrítið.. þar sem gamla kisan mín, var alltaf að fá rækjur og fisk og sona.. og það var ekkert lítið sem hann gat borðað! Var mest 8 kíló þegar ég viktaði hann. Bara bústinn kall ;) þó dó hann bara úr bráðakrabba sem tengist mataræðinu alls ekki neitt! :/