Kisan mín Gránstjarna, Hún er hvít með gráan blett á hausnum, stundum finnst henni gaman að elta skottið sitt. Gránstjarna er 12 ára, það er nokkuð gamalt fyrir kisur. Ef hún á níu líf þá væri það 9x12 eða u.þ.b. 120ára. Kisan mín á eftir að lifa nokkuð lengur en ég. Nema að ég stundi líkamsrækt reglulega og reglulegt kynlíf og hlæi mikið og drekki ekki né reyki. Því þeir segja þetta allt lengi líf manns. Einu sinni átti ég hamstur sem hét Bolti sem var vinur Grástjörnu en hann lenti í bílslysi :'(. Við vorum að keyra til Akureyrar og ég var að klappa Bolta. Og pabbi var að flýta sér því hann þurfti að mæta á fund á Akureyri og áður en ég fattaði hvað gerðist vorum við útí vegakanti og höfðum klesst á annan bíl og Bolti skaust á framrúðuna og dó :'(. Grástjarna var mjög leið og vildi ekki borða matinn sinn og hætti að mala. Grástjarna átti einusinni kærasta sem kom alltaf inn um gluggan hjá okkur(stundum borðaði hann matinn hennar). Við vissum ekki hvað hann hét en við kölluðum hann Fagra Blakk því hann var með svo fallegann svartan feld. Einusinni var Grástjarna kettlingafull og hún átti 3 heilbrigða kettlinga með Fagra Blakk. Við gáfum kettlingana en þeir eru orðnir stórir núna og einn þeirra er stærri en mamma sín. Við Höfum alltaf heimsóknir á 3gja mánaða fresti þar sem allir eigendur kettlinganna koma með þá í heimsókn til Grástjörnu. Hún verður alltaf mjög glöð og purrar og purrar alveg þangað til þeir fara. Fagri Blakkur hefur ekki komið í nokkrar vikur og mamma segir að hann sé kanski kominn með aðra kærustu(ég vona ekki :/) Ég og mamma gáfum grástjörnu gervimýs í afmælisgjöf og pabbi gaf henni klórustöng. Afi minn gaf henni ekkert. Hann hefur ekki gaman af kisum :(. Hann á stórann hund sem heitir Snati. Snata finnst líka stundum gaman að elta skottið sitt. Einusinni beit hann í skottið á sér og þurfti að fara til dýralæknis til að sauma, hann er soddan klaufabárður :). Snati er Laboradore en það er tegund af hundi. Snati er svoltið stór og litla frænka mín er rosalega hrædd við hann. Hann er svoldið grimmur við ókunnuga og Grástjörnu en þegar hann kynnist manni er hann hið ljúfasta skinn :). Árlega förum við til leiðis Bolta til að syrgja og Grástjarna kemur alltaf með. Grástjarna er svoltið bílhrædd og er alltaf á iði í bílnum :). Pabbi er búinn að gera stórt kattaleiksvæði úr garðinum. Þangað koma oft margir kettir og leika við Grástjörnu. Það eru fullt af kattarleikföngum sem pabbi fékk frá útlöndum. Mamma verður stundum fúl þegar hún þarf að þrýfa k*kinn eftir kisurnar í garðinum. En pabbi ætlar að búa til stórann kattasandskassa svo þeir geti farið þangað á klósettið. Hann ætlar að fullkomna garðinn í sumar og gera kisukofa fyrir rigningarveður. Hinn afi minn er rosalega góður málari og hann málaði einusinni mynd af grástjörnu sem hengur núna upp í stofu. Allir sem koma í heimsókn finnst þetta vera rosalega flott mynd. Ég gerði einusinni eins mynd í skólanum en hún var samt ekki jafn flott og myndin hans afa, hann er svo flinkur að mála. Mamma fór með kisu til að láta taka hana úr sambandi svo hún geti ekki átt fleiri kettlinga. Ég var rosa leið því ég var alltaf að bíða eftir að Fagri Blakkur mundu sættast og eiga fleiri kettlinga saman. Mér finnst svo gaman af kettlingum. Vinkona mín langaði svo að fá kettlinga, því hún átti einusinni kisu sem pabbi bakkaði yfir og mér finnst eins og við skuldum henni kisu :/. Mér líður mjög illa yfir þessu og er alltaf að reyna fá pabba til að játa syndir sínar á Hljómskála en hann er alltaf svo upptekinn.
Ég vona að þið hafið haft gaman af greininni minni og vona að kisueigendur læri eitthvað í þessari grein um umgengni kisna.
Og nú væri gaman að heyra sögur af ykkar gæludýrum líka :)
“Farðu oft að húsi vinar; því illgresi er fljótt að vaxa í ónotaðann jarðveginn.”