Fyrir nokkrum mánuðum varð ég að flytja kisuna mína um nokkur hundruð kílómetra. Keyrði bara rólega á um 90-100 og tók allar beygjur mjög varlega. Allt gekk vel fyrsta klukkutímann en allt í einu varð hún ferlega bílveik og skeit út um allt í bílinn minn sem er um 2ja ára gamall :(((( Ég stoppaði á veginum og reyndi að þrífa það mesta og það var VIÐBJÓÐSLEG lykt :( Leyfði kisu að fá sér frískt loft og svona. Svo loksins þegar ég var kominn á leiðarenda var ég búinn að stoppa þrisvar sinnum út af sama máli.
Ég hélt að henni myndi nú skána í mallakútnum fljótlega en það gerðist sko ekki. Hún hélt bara áfram að drulla hér og þar, náði bara aldrei í dallinn sinn. Hún borðaði lítið sem ekkert, snerti ekki einu sinni fiskinn eða neitt. Eftir 2 vikur gafst ég upp og fór með hana til læknis sem gaf henni einhverjar töflur og svona og innan nokkurra daga átti það að lagast. Viku seinna fór ég aftur með hana og þá hafði þetta bara versnað. Hálfum mánuði seinna varð ég að lóga henni því ekkert virkaði á hana og henni versnaði alltaf.
Svo ef þið þurfið að fara eitthvað langt í burtu í töluverðan tíma, ekki taka kisuna með þó þið viljið það. Látið frekar einhvern vera með hana á meðan og ef það gengur ekki upp setjið hana þá á kisuhótel svo þetta komi ekki fyrir ykkur líka. Ég er þess fullviss um að ökuferðin fór svona með hana því hún hafði ekkert óeðlilegt borðað og ekkert annað var óeðlilegt.