Já það átti svo sannarlega að hreinsa borgina af köttum sl.ár.
Málið er að ég hef alltaf verið kisustelpa en hef einnig verið “á móti” lausagöngu katta.
Þegar ég fékk mér kettina mína ráðfærði ég mig við dýralækninn minn og hún benti mér á að ala þá upp í beisli með bandi í og hafa þá í garðinum. Sem ég gerði, í 2 ár! Það gekk alveg ótrúlega vel og þeir þekktu ekkert annað. Þeir sluppu jú í fá skipti en fóru aldrei langt, ég náði þeim alltaf strax :)
Þeir fóru inn og út og voru sett í sín beisli þegar út átti að fara og aldrei hafði ég áhyggjur af því að kisan mín væri að skíta í sandkassa, drepandi litla sæta fugla, hoppandi uppí barnavagna, farandi innum glugga hjá ókunnugu fólki, og hlaupandi fyrir bíla og valdandi stórslysum!!
Já lífið var fullkomið, þangað til í október sl.
Það var þá sem ég var kölluð út eftir að kettirnir mínir höfðu hlaupið um í garðinum í 45 mínútur.
Það var búið að drepa ltilu sætu læðuna mína. Hún leit út eins og það hefði verið keyrt yfir hana en hún var með beislið sitt og bandinu sínu og það er ekki séns að það hefði verið bíll!
Enda heyrði ég læti í unglingum þegar ég var að setja þau út :(
En þetta hræðilega atvik fékk mig aðeins til að endurskoða katta líf mitt og í framhaldi keypti ég ól með bjöllu og merkimiða og gaf fressinum mínum.
Hann hleypur nú úti frjáls ferða sinna og reyndar kom hann færandi hendi með fugl í kjaftinum um daginn, en svona er þetta bara.
Ég reyndi að fylgja því sem að ég taldi vera rétt en svo bara hrundi það í einni svipan.
Og ég er búin að segja honum að láta sandkassa og vagna vera :)
Spurningin er bara hvort hann hlusti á mig..
*kattakerling*
lakkris