Góðan daginn gott fólk.
Við ræddum svo andsk… mikið um sýninguna í fyrra og þá mest á neikvæðu nótunum.
Það virðist allavega hafa borið árangur að þetta var rætt hér.
Sýningin núna var til fyrirmyndar (miðað við í fyrra :>) )
Núna gekk þetta allt saman snuðrulaust fyrir sig, fljótt og vel.
Enginn hávaði og læti, kettirnir að mestu rólegir (nema þeir norsku:>) )
Allir listar voru tilbúnir á sunnudagsmorgun, engar tafir þeirra vegna.
Fór að vísu í seinna lagi í gang á sunnudaginn en það gekk fljótt og vel fyrir sig.
Að vísu var Vilma bitin, sem betur fer ekki alvarlega, en það var líka það eina sem skyggði á á sunnudeginum.
Laugardagurinn gekk eins og í sögu.
Það má alltaf finna eitthvað sem betur mætti hafa farið, en það er líka mjög gott að hafa eitthvað til að bæta fyrir næstu sýningu.
Heyrði að vísu óánægju uppi á kaffistofu því einhver hafði ekki fengið að sýna köttinn sinn vegna vöntunar á sprautu, kisa hafði annars alltaf fengið sprauturnar sínar, en verða línurnar ekki að dragast einhversstaðar.
Það verður allavega að byrja einhversstaðar og vinna svo út í frá því, ekki satt.
Ég yrði ekki hissa þótt þáttakan á næstu sýningu verði háð ennþá strangari skilyrðum og myndi ég persónulega mæla með því.
Það er alveg sama hvaða reglur eru settar og alveg sama hversu linar þær eru, það eru alltaf einhverjir óánægðir.
Á heildina litið finnst mér þetta hafa verið sýning til fyrirmyndar.
Vil ég því nota tækifærið og óska nýrri stjórn til hamingju með árangurinn.
Sú næsta verður enn betri, það er ég handviss um.
Enn og aftur: TIL HAMINGJU