Smá sannsöguleg saga handa ykkur;
Fyrir nokkrum árum átti ég kisa, sem hét Gúllas (nickið mitt hér er tekið að honum). Alveg æðislegur kisi í alla staði, hékk aldrei í gluggatjöldum, kom voðalega sjaldan skítugur heim, sofnaði á leiðinni í matardallinn og var svona kúrukisi :)) Ýkt mikil dúlla. Nema hvað, föstudeginum um verslunarmannahelgina eitt árið strauk hann :/ Fór víst á verslunarmannahelgardjamm :( Við leytuðum og leytuðum án árangurs. Gáfumst upp hálfum mánuði seinna. En Gúllas kom svo sjálfur heim um vorið… minnir að það hafi verið í lok apríl :) Langt djamm það :) Endilega komið með einhverjar sögur af köttunum ykkar og gjarnan láta fylgja myndir með