Sælir Kattaeigendur

Er ekki kominn tími til að þið takið ábyrgð á dýrunum ykkar? Ég er orðin langþreyttur á ónæði og skaða sem kettirnir valda við heimili mitt. Í fyrsta lagi er ég með kjallara undir öllu húsinu mínu þar sem ég geymi ýmislegt dót. Þegar ég viðra út þá laumast oft inn kettir og miga og skíta um allt. Seinustu helgi var köttur þarna inni og tætti hann nýlega rúmdýnu í spað. Sandkassinn sem ég smíðaði fyrir barnið mitt er orðinn hland og skíta kassi fyrir ketti. Bíllinn minn er rispaður eftir að kettirnir sofa á húddinu og tæta svo í burtu þegar ég fer út. Kettirnir hafa drepið 4 nagdýr hjá barninu mínu. Fuglunum í garðinum fer fækkandi.
Hvað réttlæti er í því að kettirnir ykkar fái að vaða yfir mig og mína fjölskyldu á skítugum loppum? Hundaeigendur þurfa að hafa hemil á dýrunum sínum og kaupa tryggingu fyrir hugsanlegum skaða sem hann veldur. Því á ekki það sama að ganga yfir kettin? Það er orðin mjög mikil óánægja á meðal fólks almennt og því grípið þið kattaeigendur ekki inní áður en við borgararnir neyðumst til að grípa til okkar aðgerða eins og gerst hefur nú í Vestmannaeyjum.
Með kveðju
BAxon