Ég á kött/læðu sem er um 1 og hálfs árs. Mamma og pabbi vilja ekki láta hana eignast kettlinga svo þau gáfu henni alltaf pillu sem gerði það að verkum að Títla (kisan mín) gat ekki eignast þá (held ég). Núna fyrir stuttu gleymdum við að gefa henni hana og hún fór út og var úti alla nóttina. Sumir í fjölskyldunni minni vöknuðu um nóttina og heyrðu mjálm og ketti að slást. Næsta dag var Títla komin inn en það voru tvö fress sem héldu vörð um húsið til að gá hvort hún færi út. Fyrst tók maður ekki eftir þeim. En maður fór að þreytast á því að heyra alltaf einhver rosa mjálm. Títla var líka brjáluð!! Hún var alltaf að nudda sér upp við mig og aðra og var hrædd við þessu (ömurlegu) fress en samt hékk hún út í glugga útaf þeim.
Ok. Við héldum henni inni þennan dag því eins og ég er búinn að segja vildu mamma og pabbi ekki fá kettlinga. En næsta dag gátum við ekki annað en vrkennt henni. Fressin voru enþá þarna og við (eftir vangaveltur) hleyptum henni út, og semsagt leifðum henni að eignast kettlinga. Við erum samt ekki viss hvort hún sé að fara eignast kettlinga. Kannski var búið að taka fressin úr sambandi. Ég vona það samt ekki. Ég dýrka litla sæta kettlinga!!
Anna Potte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*